Litla Hönnunar Búðin er lítið eigendarekið fyrirtæki og við erum stolt af þessari litlu perlu í hjarta Hafnarfjarðar.
Við erum afar þakklát fyrir hversu mikil aukning hefur verið í verslun hjá okkur og viðskiptavinirnir eru Hafnfirðingar, nærsveitungar og koma í raun bara alls staðar að.
Búðin er rekin af mér og eiginmanni mínum Elvari og er stútfull af vörum og verkum eftir íslenska sem erlenda hönnuði og listamenn. Þeir íslensku eru flestir frá Hafnarfirði en líka frá Sauðárkrók, Hvammstanga og Keflavík, Álftanesi, Reykjavík og eiginlega hvaðanæva af landinu.
Allir okkar listamenn leggja hug sinn og hjarta í verkin sín sem svo geta prýtt heimili ykkar Við leggjum líka mikinn metnað í að skapa þægilegt andrúmsloft í búðinni þannig að gestum líði sem allra best hjá okkur. Við vonum innilega að það skili sér til ykkar
Nú fer í garð sá tími þegar mikið er um gjafir og langar okkur því að minna örlítið á okkur og listamennina okkar sem telja yfir fjörtíu frábæra einstaklinga.
Þegar þú kæri viðskiptavinur Litlu Hönnunar Búðarinnar verslar hjá okkur styður þú við skapandi störf einyrkja og listamanna, frumkvöðlastarf og áframhaldandi vöxt verslunar í miðbæ Hafnarfjarðar.
Takk fyrir að vera þið og hlakka til að sjá ykkur næst
Ykkar Sigga Magga