Mikilvægasta dagbók sem þu munt eiga
Mikilvægasta dagbók sem þu munt eiga
Mikilvægasta dagbók sem þu munt eiga
Mikilvægasta dagbók sem þu munt eiga
Mikilvægasta dagbók sem þu munt eiga

Mikilvægasta dagbók sem þu munt eiga

2.900 ISK

"Mikilvægasta dagbók sem ég mun eiga; Til mín, frá mér" er skotheld, einföld og skemmtileg leið
til þess að skipta um stöð í huganum; Frá neikvæðu og svarthvítu, yfir í jákvætt og litríkt.
Katrín Ósk Jóhannsdóttir, rithöfundur og eigandi ÓskarBrunns (fb, instagram, www.oskarbrunnur.is ) ,
segir dagbókina vera sitt framlag til þess að bæta geðheilsu samfélagsins.
Dagbókin hentar öllum aldurshópum, og er einstaklega barnvæn OG adhd - væn. Það er ekki tímafrekt að fylla út í reiti dagsins
og fyrirmælin eru bæði stutt og hnitmiðuð.

Með því að byggja sterkan grunn fyrir sjálfsmynd okkar og hugarfar, bætum við lífsgæði okkar töluvert.
Því fyrr sem við hefjum vinnuna, því betra! Snemmtæk íhlutun gerir gæfumuninn og gæti leitt til þess
að biðlistar eftir sérstækri aðstoð lækna, sálfræðinga og stofnanna á borð við Bugl, snarminnki.
Byggjum sterka framtíð uppfulla af einstaklingum með gott sjálfstraust, skýr markmið, full þakklætis og nægjusemi, sem eiga
heilbrigð og hvetjandi samskipti við aðra í kringum sig.
Hversu vel hljómar það samfélag? Börnin okkar geta skapað þessa draumsýn, en við foreldrarnir þurfum að veita þeim verkfærin!
Katrín mælir heilshugar með því að foreldrar fylli út dagbók samferða börnunum. Það skapar yndislega stund þar sem báðir aðila kynnast sjálfum sér,
og hvorum öðrum, á dýpri og einlægari hátt. Það er líka bæði mikilvægt og fallegt, að leyfa börnum okkar að sjá að við fullorðnu séum
ekki endilega með allt á hreinu, heldur séum með svigrúm til að vaxa og breytast. Við erum ekki alltaf með öll svörin og suma daga erum
við jafnvel svolítið brothætt. Dagbókin gefur rými til sameiningar og fallegrar samveru.

Dagbókin spannar 4 vikur og hægt er að byrja að fylla hana út hvenær sem er, þar sem hún er ekki merkt með dagsetningum.
Rannsóknir sýna að til þess að breyta t.d. hegðun, hugarfari eða rútínu, þurfum við að sinna breytingunum af heilum hug í 4 vikur, upp í 60 daga.
Eftir þann tíma ætti breytingin að vera orðin sjálfsagður hluti af lífi okkar. Ef þið þurfið meiri hjálp þá er lítið mál að grípa aðra dagbók og halda vinnunni áfram.
Dagbókin nýtist okkur líka eftir að við höfum fyllt hana alla út. Á erfiðum dögum er gott að fletta í gegnum hana og lesa yfir þau orð sem við sjálf höfum skrifað
um okkur, líf okkar og framtíð, í okkar handskrift.

Einfalt og öflugt! Sakar ekki að prófa. : )