Be kind, ekki vera kind

Be kind, ekki vera kind

4.990 ISK

Sjálfsvinnudagbók fyrir ungt fólk byggð á velsældarfræðum og styrkleikamiðaðri nálgun þar sem lögð er áhersla á að efla eiginleika eins og sjálfsmildi, samkennd, góðvild og von – allt sem styður við sjálfsþroska, tengsl og vellíðan. Með vísindalegri nálgun styður bókin við ungt fólk í því að blómstra, bæði í eigin lífi og í samskiptum við aðra. 

Með blöndu af skrifrýmum, skapandi verkefnum, tilvitnunum og einföldum æfingum er bókin bæði hvetjandi og skemmtileg í notkun. Bókin er mjög vegleg og er rúmlega 240 blaðsíður. 

Lesandinn fær tækifæri til að:

  • Skoða og skapa djúp og raunveruleg tengsl við aðra
  • Efla sjálfstraust og heilbrigða kynferðislega sjálfsmynd
  • Takast á við tilfinningar af sjálfsmildi
  • Uppgötva og nýta styrkleika sína í lífi og samskiptum
  • Skapa líf með tilgangi og gleði
  • Blómstra

Bókin er:

  • Stútfull af aðferðum sem stuðla að hamingju og vellíðan.
  • Hönnuð til að höfða sérstaklega til ungs fólks á persónulegan, skapandiog hlýjan hátt.
  • Nothæf í námi, ráðgjöf og sjálfstæðri vinnu.

Höfundar:

Aðalheiður Mjöll er náms- og starfsráðgjafi, kynjafræðingur og jóga- og núvitundarkennari með MA diplómu í jákvæðri sálfræði. Hún sameinar fræðilega þekkingu, styrkleikamiðaða nálgun, tengsl við náttúru og hlýtt innsæi í þessari bók sem talar beint til ungs fólks. Helga Nína, 20 ára sálfræðinemivið Háskóla Íslands, bætir við glimmeri bókarinnar með unglegu innsæi, hlýju og orku sem gefurverkinu sérstakt líf.