Mosi
6.250 ISK
Lóa Kristín er menntaður húsgagnasmiður og kennari, eitt af hennar aðal áhugamálum hefur alla tíð verið að nýta hæfileika sýna í að skapa hluti, fígúrur myndir og fleira. Lóa hefur starfað sem smíðakennari í 17 ár og út frá umhverfisstefnu skólans fæddist sú hugmynd að nýta afgangsbúta (frásag) í svokölluðu endurnýtingarverkefni. Í dag eru endurnýtingarverkefni hluti af smíðakennslu í öllum árgöngum.
Farfuglar, furðufuglar og furðufiskar: "Útsöguðu fuglana og fiskana teikna ég sjálf. Ég saga þá út, pússa, mála og skreyti með úrklippimyndum. Pí-kassó verurnar eru svo búnar til úr afgöngunum."