FRÍ HEIMSENDING - ENGIN LÁGMARKSPÖNTUN FRÍ HEIMSENDING - ENGIN LÁGMARKSPÖNTUN

Fréttir

Listamenn Litlu Hönnunar Búðarinnar

Listamenn Litlu Hönnunar Búðarinnar

Þá höldum við áfram að kynna fyrir ykkur það frábæra listafólk sem er með vörurnar sínar hjá okkur <3

Listamenn vikunnar eru:

           

Björg Ólafsdóttir sem hannar undir merkinu Tilberi Art.

Ég er listastúdent, klæðskurðarmeistari, keramiker og hef unun af fjölbreittni í myndlist og hönnun.

Kynning á hönnun / list:
Undanfarið hef ég mest verið að gera fígúru sem ég kalla "Todda". Todda er puntudúkka sem er að mestu unnin úr endurunnun og gömlum efnum. Todda er full af karakter og engar tvær eins. Þar næst eru það kort fyrir ýmis tækifæri. T.d. Grindverkin í Bænum sem eru kort skreytt með grafík verki af nokkrum vel völdum grindverkum úr Hafnarfirði. Loks eru það "10 dropar með þér" sem eru kort sér hönnuð til að deila með þeim sem ykkur þykir vænt um, skreitt með alvöru kaffislettum og hring af kaffibolla eftir gott spjall.

Samfélagsmiðlar sem þú ert á:
Instagram : https://www.instagram.com/tilberiart/ og Facebook : https://www.facebook.com/TilberiArt

Hver er þinn innblástur:
Æskuárin og fortíðin koma sterkt inn, áhugavert umhverfi, ýmis form og draumar.

Hver er þinn uppáhalds eftirréttur:
Tiramisu og kókos ís

Hvað er uppáhalds að gera í Hafnarfirði:
Göngutúr um gamla bæinn og anda að mér fersku sjávarlofti.

Uppáhalds Júróvisíon lag:
Hatrið mun sigra með Hatara.

 

Lilja Ásgeirsdóttir

Kynning á hönnun / list: 

Ég lærði ýmislegt um leir, rennslu og glerunga hjá Steinuni Helgadóttir leirlistakonu. Og var hjá henni í nokkur ár á opnu verkstæði svo ég er eiginlega sjálfmenntuð með grunn frá henni. Ég tek mig nú ekki mjög alvarlega sem listakonu lít á það sem ég geri sem handverk sem ég hef yndi af.
Ég hef kynnt mína vöru á verkstæðinu mínu við Fornubúðir 8 Hafnarfirði, þar erum við nokkrar konur sem rekum saman verkstæði og þar er hægt að koma til okkar og skoða og berja augum alls konar fallega muni. Og svo auðvitað í Litlu Hönnunar Búðinni.

Samfélagsmiðlar sem þú ert á:
FB

Hver er þinn innblástur:
Ætli það sé ekki KAFFI ! Ég elska að gera bolla af ýmsum gerðum.

Hver er þinn upáhalds eftirréttur:
Heit súkkulaðikaka með rjóma. Úr BOLLA ! :)

Hvað er uppáhalds að gera í Hafnarfirði:
Ganga um bæinn fara í búðir og kaffihús

Uppáhalds Júróvisíon lag:
Tea For Two/Stephane Grappelli