Næstu vikur ætlum við að kynna fyrir ykkur það frábæra listafólk sem er með vörurnar sínar í búðinni hjá okkur.
Listamenn vikunnar eru:
Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir
Kynning á hönnun / list:
Umhverfisvænt skart bæði unnið úr gömlu skarti sem fær endurnýjun lífdaga og endurunnið silfur.
Samfélagsmiðlar sem þú ert á:
Facebook, instagram ... Kolbrun, Vakir, Iidem
Hver er þinn innblástur:
Minn innblástur er mestmegnis efniviðurinn, náttúran, tískustraumar hafa ávallt einhver áhrif. Mér er einnig mjög kært að huga að sjálfbærni, endurnýtingu og að hugsa vel um umhverfið. Sýna jörðinni og mönnum ást og virðingu.
Hver er þinn uppáhalds eftirréttur:
Ég borða sjaldan eftirrétt en súkkulaði og lakkrís er sjaldan langt undan ;)
Hvað er uppáhalds að gera í Hafnarfirði:
Að fara í Litlu Hönnunarbúðina og hitta skemmtilega starfsfólkið þar, að fá mér ís í Vesturbæjarís og rölta um fallega bæinn með hundinn minn.
Uppáhalds Júróvisíon lag:
Euphoria!!!
Silja Hendriks
ég er listamaður og hef mikinn áhuga á nàttúrunni, hugleiðslu og jàkvæðri sálfræði. Með BSc í margmiðlun, 3D, kvikun og Master í vfx
kynning á hönnun / list:
Ég teikna með penna mjög fínlegar og smáar myndir, aðallega af lággróðri sem ég finn í íslenskri náttúru á ferðum mínum víðsvegar um landið. Ég tek einnig að mér sérpantanir, myndverk, konsept fyrir húðflúr, ljósmyndun og hanna líka lógó og aðra grafík.
Ég hanna og smíða víravirkis skart unnið eftir aldagamallri hefð. Yfirleitt er einhver vísun í nàttúruna eða gamlan menningararf í þeim verkum. Skartið er unnið úr í flötum silfurvír og handunnum mynsturvír sem notaður er í fyllingu. Ég endurvinn einnig gamalt víravirki, hreinsa og gef nýtt líf. Víravirki er þekktast fyrir að vera notað í íslenska upphlutinn.
Samfélagsmiðlar sem þú ert á:
Instagram og facebook og siljahendriks.com
Hver er þinn innblástur:
Náttúran og íslensk menning
Hver er þinn uppáhalds eftirréttur:
Allt með súkkulaði
Hvað er uppáhalds að gera í Hafnarfirði:
Jólamarkaðurinn, ganga hjá tjörninni og fá mér chai á Pallett
Uppáhalds Júróvisíon lag:
Húsavík