Klæði eftir hönnuðina okkar

Hjá Litlu Hönnunar Búðinni er fallegt úrval af fatnaði á konur og börn. 

Við erum stolt af hönnuðunum okkar sem framleiða svo fallegar vörur af hjarta og sál.

Fyrir Börnin erum við með fallega kjóla, peysur og húfur frá Dóttir  sem og húfur og eyrnabönd ofl frá Nóna allt unnið frá hjartanu og framleitt hér heima

                     

 

Skyrtukjólarnir frá Sisters Redesign  eru alltaf vinsælir ásamt hörkjólunum frá bySirry sem gerði einnig núna í sumarlínunni sinni geggjaða hörjakka

                                                                                                                              

Við eigum einnig tvo hönnuði sem gera silkislæður, úr silki satíni og silki siffoni, en það eru þær Hulda Fríða sem hannar undir nafninu Frida og Jóhanna sem hannar undir nafninu Undur.

FRIDA     FRIDA  .

Undur       Undur

Baboosha er svo ótrúlega flott merki sem við erum með frá Frakklandi sem geri ótrúlega skemmtilega inniskó úr Alpaca ull, þeir eru handgerðir í Andes fjöllunum og eru bara svo skemmtilegir.

     

Síðast en ekki síst er hún Hilma okkar með prjón og gimb treflana sína og ennisböndin.